Hyundai meistarar í fyrsta sinn

Síðasta umferð heimsmeistaramótsins í ralli átti að fara fram í Ástralíu um helgina. Því miður var keppninni aflýst sökum þeirra gríðarlegu skógarelda sem eru á svæðinu. Fyrir síðustu umferðina var hörkuslagur um titil bílaframleiðenda milli Hyundai og Toyota. Kóreska liðið hafði 18 stiga forskot og tryggði sér því titilinn um leið og ljóst var að…

Rallytimes

Í mörg ár hafa allir tímar allra rallýkeppna verið skráðir á vefsvæði sem heitir Rallytimes. Tryggvi Þórðarson setti Rallytimes á laggirnar fyrir mörgum árum, nánar tiltekið árið 2006. Fyrstu árin voru bara RallyReykjavik keppnirnar skráðar inn í kerfið en þegar fram liðu stundir voru fleiri keppnir skráðar þar. Síðustu árin hefur vefurinn verið ómissandi enda…

Af hverju Rednek?

Árlega er Rednek bikarmótið haldið á rallýcrossbrautinni við Krýsvíkurveg. Fjörutíu og fjórir keppendur mættu á bílum sínum í ár og úr varð hörkukeppni og mikil skemmtun. Ekki verður fjallað um keppnina hér heldur nafngift hennar: „Rednek“ bikarmótið. Rednek mótið er minningarmót, haldið til minningar um mann sem hét Gunnar Viðarsson. Gunni var rauðhærður og notaði…

Uppgjör: Tanak kominn með aðra höndina á titilinn

Ott Tanak stóð uppi sem sigurvegari í tólftu og þriðju síðustu umferð heimsmeistaramótsins í ralli sem fram fór á Bretlandseyjum um helgina. Ekki nóg með að tryggja sér 25 stig fyrir sigurinn heldur náði Eistlendingurinn einnig hraðasta tíma á ofurleiðinni. Tanak fékk því fullt hús stiga, 30 stig, og er forusta hans í mótinu komin…

Upphitun: Stærsta rall ársins um helgina

Um helgina fer fram hið árlega Wales Rally GB sem er eitt það allra vinsælasta í heimsmeistaramótinu. Eftir sigur Sebastien Ogier í tyrkneska rallinu fyrir þremur vikum er mótið aftur orðið galopið. Ogier, Thierry Neuville og Ott Tanak eiga allir möguleika á titli. Á pappír er það Ogier sem er líklegastur til að vinna í…

Myndband: Ogier setur spennu í heimsmeistaramótið

  Sebastian Ogier og Julian Ingrassia stóðu uppi sem sigurvegarar í tyrkneska rallinu sem fór fram um helgina. Fyrir rallið voru Frakkarnir, sem unnið hafa heimsmeistaratitilinn síðustu sex ár, rúmum þrjátíu stigum á eftir fyrsta sætinu. Þar sátu Ott Tanak og Martin Jarveoja en Eistarnir urðu frá að hverfa á öðrum degi í Tyrklandi eftir…

Tyrkneska rallið um helgina

  Tyrkneska rallið verður að teljast eitt allra mest krefjandi rall í heimsmeistaramótinu en keppnin er sú ellefta af fjórtán og fer fram um helgina. Ott Tanak er með öruggt forskot í heimsmeistaramótinu fyrir rallið en það getur allt gerst í Tyrklandi. ,,Vegirnir eru mjög grófir og snýst þetta því meira um að lifa af…

WRC Fréttir

Toyota allsráðandi í Þýskalandi Toyota læsti verðlaunapallinum í þýska rallinu sem fram fór um helgina, rallið var það tíunda í heimsmeistaramótinu. Eistlendingurinn Ott Tanak hafði unnið keppnina síðastliðin tvö ár. Tanak náði forustunni strax á fyrstu leið en varð að láta hana af hendi til Thierry Neuville á Hyundai á annari leið, fyrstu leið föstudagsins….

Til hvers reglur?

Pistill ritstjóra Undanfarið hef ég skoðað reglur í torfæru og hvernig þeim hefur verið beitt. Nýlega hafa tvö atvik komið upp þar sem reglur hefðu átt að vera í aðalhlutverki og ég ætla að fjalla aðeins um þau hér. Fyrst er atvik í Akranesstorfærunni í ár þar sem ranglega var úrskurðað um hver væri sigurvegari…

WRC Þýskaland – Upphitun

Ogier efstur í upphitun í Þýskalandi Þýskalandsrallið, tíunda umferð heimsmeistaramótsins, fer fram um helgina. Ott Tanak leiðir mótið á sínum Toyota Yaris en Eistlendingurinn var alls ráðandi í Þýskalandi á síðasta ári. Þar töldu flestir að Toyota vélin hafi verið lykilatriðið. Þýsku malbiksvegirnir eru mjög hæðóttir skiptir afl því höfuðmáli, sérstaklega þar sem gripið er…

Greifatorfæran 2019

Tveir keppendur mættu með horn og hala, ætluðu sér sigur og Íslandsmeistaratitil. Þetta voru þeir Þór Þormar Pálsson á THOR og Haukur Viðar Einarsson á Heklu. Þór leiddi mótið en Haukur var litlum 4 stigum á eftir. Það þýðir að Þór þurfti ekki nauðsynlega að vinna en hann mátti ekki vera langt á eftir Hauki;…

Tanak með öruggan sigur í Finnlandi

Öruggur sigur Eistarnir Ott Tanak og Martin Jarveoja stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar á Toyota Yaris í finnska rallinu um helgina. Keppnin er heimakeppni Toyota Gazoo Racing og var fjórfaldi heimsmeistarinn Tommi Makinen, liðsstjóri liðsins, himinlifandi með árangurinn. ,,Að fá tvo bíla á verðlaunapall hérna í Finnlandi er algjör draumur“ sagði Tommi eftir keppni. Jari-Matti…