Bjarki Reynisson átti tilþrif dagsins að mati motorsport.is. Í þriðju þraut hitti Bjarki illa á barð nálægt endahliði, enda með brotinn framöxul, þannig að bíllinn snerist og allt stefndi í veltu. En, með hægri fótinn dansandi á bensíngjöfinni og létta loftfimleika tókst Bjarki að afstýra veltu og sýna áhorfendum það sem gerir torfæruna einstaka. Frábær tilþrif.