Fyrsta þraut á Hellu

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Snorri Þór Árnason

Keppnin er hafin og strax í fyrstu þraut eru hlutirnir farnir að gerast. Þónokkrir keppendur komust hana til enda en sumir tóku miklar refsingar. Meistari fyrra árs, Snorri Þór Árnason sló strax tóninn og tók forustuna með fullt hús, 350 stig og enga refsingu.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Ólafur Bargi Jónsson

Á hæla hanns kom Ólafur Bragi Jónsson, sömuleiðis með 350 stig fyrir lengdina en 20 refsistig. Aðrir keppendur voru langt á eftir.

Það vakti litla kátínu að tölvan í bíl Þórs Þormars bilaði fyrir keppni og missti hann af fyrstu þrautinni. Því tókst að bjarga og mætti hann tvíefldur í aðra þraut. Þess má geta að Spiderman var ekki heill heilsu síðasta sumar, eilífar gangtruflanir hrjáðu hann, Þór Þormar átti í raun aldrei góðan keppnisdag í fyrra.

Alexander Már Steinarsson velti bíl sínum eftir minna en 10 metra keppni. Hvorki ökumaður né bíll kenndu sér meins og Alexander hélt ótrauður áfram í næstu þraut.

Leave a Reply