Driftið á uppleið

Vinsældir þessa tiltölulega unga sports virðast engin takmörk hafa en metaðsókn hefur verið á driftæfingar í apríl, fjöldinn allur af tækjum og stór hópur áhorfenda. Undirbúningur þátttakenda og mótshaldara er í fullum gangi fyrir komandi tímabil og stefnir í það langstærsta hingað til. Keppnisbrautir hafa hingað til eingöngu verið hjá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar (AÍH) og Bílaklúbbi Akureyrar (BA), en nú á dögunum bættist við þriðja svæðið hjá Kvartmíluklúbbnum.
6 Íslandsmót  verða haldin í Drifti, 3 mót hjá AÍH, 2 hjá KK og 1 hjá BA. Eingöngu AÍH er með fasta æfingatíma í sportinu,hefjast æfingar kl 19:00 öll föstudagskvöld. 13082718_10209225809592929_1113826483545572900_n

Leave a Reply