Úrslit Sindratorfærunnar á Hellu

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Snorri Þór Árnason

Einungis 29 stig skildu efstu menn að.  Snorri Þór Árnason fær greinilega þá keppni sem hann hafði talað um að vantaði.  Það hefur komið fram í viðtölum við hann bæði í fyrra og fyrir keppnina á Hellu.  Ólafur Bragi Jónsson hefur alla burði til að vinna keppnir og titla, góður ökumaður á góðum bíl.  Hafandi horft á fyrri dag keppninnar þykir fréttaritara að þessir tveir séu í algerum sérflokki, það kom vel fram í fyrstu þraut, þar sem margir fóru alla leið en með miklum refsingum.  Einnig sáust líka taktar hjá þeim báðum sem báru vott um að þessir tveir ætla sér hlutina, að fara upp.  Ég vil ekki tala niður til annarra ökumanna, en það er engin skömm að tapa fyrir þessum tveimur.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Snorri Þór og Ólafur Bragi

Því miður sá undirritaður ekki seinni dag keppninnar þar sem götubílarnir kepptu.  Meistari síðasta árs, Ívar Guðmundsson virðist hafa haft þetta í hendi sér.  Þeim verða gerð betri skil í mótorsport þættinum um helgina.

Sérútbúnir
1 Snorri Þór Árnason 3608
2 Ólafur Bragi Jónsson 3579
3 Pal Blesvik 3390
4 Guðmundur Ingi Arnarsson 3180
5 Haukur Þorvaldsson 3051
6 Tor Egil Thorland 2897
7 Guðni Grímsson 2870
8 Þór Þormar Pálsson 2378
9 Svanur Örn Tómasson 2361
10 Bjarki Reynisson 2293
11 Elmar Jón Guðmundsson 2257
12 Alexander Már Steinarsson 2250
13 Stefán Bjarnhéðinsson 1991
14 Daníel Gunnar Ingimundarson 1963
15 Kristmundur Dagsson 1850
16 Haukur Einarsson 1669
17 Gestur Jón Ingólfsson 1642
18 Geir Evert Grímsson 1502
19 Atli Jamil Allansson 1460
20 Aron Ingi Svansson 1230
21 Ingólfur Guðvarðarson 960
22 Benedikt Helgi Sigfússon 0
Götubílar
1 Ívar Guðmundsson 1300
2 Haukur Birgisson 777
3 Kata G Magnúsdóttir 705
4 Eðvald Orri Guðmundsson 640

(úrslit eru fengin af síðu AKÍS http://www.ais.is)

Leave a Reply