Keppnin er haldin á vegum Driftdeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar og er liður í Íslandsmeistara mótaröð sem haldin er á vegum AKÍS.
Forkeppni hefst klukkan 11:00 og stendur til 12:30, þá er áætlað hálftími í mat og hefst svo Útsláttarkeppnin sjálf klukkan 13:00.
23 keppendur er skráðir í keppnina og verður það teljast met í fyrstu keppni sumarsins, eins og þeir vita sem fylgst hafa með er drift sú akstursíþrótta grein sem mest er að sækja í sig veðrið um þessar mundir.
Lofum við í DDA því æsispennandi keppni og hverjum alla til að koma og sjá. Aðgangseyrir eru litlar 1000 kr og er frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Einnig verður sjoppa á staðnum og verða þar til sölu gos, sælgæti og pylsur á hóflegu verði.
Allar frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Drifdeildar AÍH.
Mynd : Sæmundur Eric Erlendsson.
—
MBKV.
Sigurður Gunnar Sigurðsson
s.869 5608