RallýReykjavík 2016

Þá er komið að því, stóra rallið að hefjast og mikil veisla framundan.Sigurjón-1

20 áhafnir eru skráðar til leiks og einungis ein erlend áhöfn.  Eknar verða hefðbundnar leiðar en samt með breytingum.  Leiðin um Heklu verður ekin oftar, Dómadalsleið ekin minna og Kaldidalur ekinn fram og til baka.

Sú staða gæti komið upp að einhver áhöfn gæti nánast tryggt sér sigur á Heklunni en til að afstýra því kemur Kaldidalur á lokadeginum, hann er ekinn tvisvar og því verður ekkert ljóst fyrr en að þeirri leið lokinni.  Þessi uppsetning á sérleiðum gæti því verið til þess fallin að halda spennu í keppninni til loka, nánast sama hvað gerist.SiggiBragi

Af þeim 20 áhöfnum sem eru skráðar eru nokkrar áhafnir sem vert er að fjalla um, þá talandi um tiltilslag.  Sigurður Bragi og Aðalsteinn eru með 5 stiga forskot á næstu áhöfn þá Henning og Árna.  Baldur og Hanna koma svo 5 stigum þar á eftir og aðrir virðast eiga minni möguleika á titli.Guðni

Í 4X4 NT flokknum eru þeir Guðni Freyr og Einar með 50 stig en Einar aðstoðarökumaður hanns var fjarverandi eina keppni og er því aðeins með 30 stig.  Á sama tíma eru feðgarnir Magnús Ragnarsson og Ragnar Magnússon með 42 stig og eru þar með milli þeirra Guðna og Einars, Ragnar semsagt í forustu aðstoðarökumanna.  Gunnar Karl hefur látið til sín taka í sumar en þrátt fyrir mjög flottan akstur hefur stigasöfnun ekki gengið sem skyldi en hann er 15 stigum eftir Guðna svo það þarf ýmislegt að gerast svo Gunnar Karl nái titli en hann er til alls líklegur.

Í Jeppaflokki leiða þeir Guðmundur Snorri og Magnús með 40 stig, næsta áhöfn, Þorkell og Þórarinn eru með 25 stig.  Ný áhöfn kemur til leiks nú, það eru þeir Eyjólfur og Heimir á nýsmíðuðum bíl sem þykir listasmíði og Eyjólfur er þekktur fyrir mjög hraðan akstur.  Það verður því spennandi að fylgjast með jeppaflokknum í þessari keppni.  Einnig vert að minnast á Sighvat og Kára, Sighvatur hefur alltaf skilað sér ofarlega en bíllinn hefur verið að bila undan honum undanfarið.  Nú er komin ný vél í bílinn og því mjög spennandi að sjá hvað gerist.Sigurjón

Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn hafa bæði dottið úr keppnum og tapað miklum tíma með bilaðann bíl og eru því ekki í góðri stöðu í Íslandsmótinu.  En þegar þau klára og ekkert stórkostlegt gerist, þá vinna þau, kanski gerist akkúrat það núna.

Við munum fylgjast með rallinu og reyna að setja inn einhverjar fréttir daglega.

Leave a Reply