Tryggvi Þórðarson

Eins og flestir vita fer stærsta rallýkeppni ársinss fram á næstu dögum.  Keppnisstjóri rallsins heitir Tryggvi Þórðarson.  Tryggvi hefur reyndar verið keppnisstjóri í þessari árlegu keppni síðan árið 1991 og hafði áður keppt og starfað en að eigin sögn byrjaði hann að starfa við rall árið 1989.

TryggviÞórðarson

RallýReykjavík, alþjóðlega rallið hefur þróast með tímanum og alltaf haldið þeim ljóma að vera stærsta keppni hvers árs og skartað dramatískum atvikum og hörkuspennandi keppnum.

Keppnin árið 1991 var um margt sérstök.  Keppnin var mikið auglýst, einkum í útvarpi.  Ekki var þó um hefðbundnar keyptar auglýsingar að ræða, einungis umfjöllun sem varð til þegar Tryggvi ásamt fleirum lagði leið sína til útvarpsstöðvanna sem tóku keppnina og fóru mikinn í umfjöllun.  Niðurstaðan varð sú að keppendur komust varla að og muna elstu rallarar vart eftir öðru eins fjölmiðlafári né mannfjölda.

Árið 1993 átti Tryggvi nokkur orð við nokkra Breska hermenn í Skorska rallinu.  Ári síðar kom Alan Paramore ásamt félögum úr Breska hernum til að keppa í RallýReykjavík.  Breski herinn var mikil lyftistöng fyrir rallið.

Tryggvi er sjálfsagt einn af þeim allra duglegustu við að halda ralli og öðrum aksturþíþróttum gangandi.  Auk þess að stýra þessu ralli ár eftir ár er Tryggvi formaður Aksturíþróttasambands Íslands (AKÍS) og hefur setið í stjórn þess frá sto0fnun þess, árið 2012, og reyndar lengur en það en þá var AKÍS bara nefnd innan ÍSÍ.

RallýReykjavík heldur áfram að þróast og hefur leiðaval og uppsetning alltaf verið hausverkur, bæði er mikil vinna að fá leyfi fyrir leiðum og svo þarf líka að setja saman spennandi keppni.  Allt þetta tekur tíma og lauslega áætlað fara 30 vinnudagar í að undirbúa rallið hvert ár, þar af leggur Tryggvi 10 til 20 vinnudaga, daga sem flestir aðrir kalla „Sumarfrí“.

Þessi eljusemi Tryggva hefur skilað bráðskemmtilegri keppni og í þessum skrifuðu orðum hefst 37. alþjólega rallið á Íslandi.

Góðar stundir.

Leave a Reply