Gott forskot, en samt…

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn voru rétt í þessu að klára fyrstu ferð um Heklu.  Þar unnu þau 55 sekúndur af næstu áhöfn, Sigurðu Braga og Aðalsteini.  Daníel og Ásta eru komin með 1 mínútu og 38 sekúndur í forskot sem er ekki mikið ef litið er til þess sem eftir er af keppninni.

Henning og Árni töpuðu miklum tíma á fyrstu leið um Heklu.  Þeir voru með bilað drif eftir fyrsta dag og óljóst hvort bíllinn væri kominn í lag.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Gunnar Karl og Magnús eru að sækja í sig veðrið, þeir náðu ekki að sýna sitt besta á fysta degi en virðast nú vera komnir á flug.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Leave a Reply