
Henning og Árni þurftu að stoppa og töpuðu miklum tíma á fyrri ferð um Heklu í morgun. Í símaviðtali sagði Henning að öryggi fyrir bensíndælu hefðu sprungið og þeir félagar voru nokkra stund að finna bilunina. Í hádegishléi var rafkerfið lagað og nú geta þeir haldið áfram, fulla ferð. Þeir urðu einnig fyrir töfum á kvartmílubrautinni í gær þegar öxull brotnaði í starti og til að misbjóða ekki driflæsingum óku þeir þær tvær leiðir rólega og löguðu bílinn svo eftir það.
Það krefst stilltra tauga að finna rafmagnsbilanir á miðri sérleið, það þekkir greinarhöfundur. motorsport.is óskar þeim félögum góðs gengis og vonandi eru allar bilanir að baki.