Staðan í „hálfleik“

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Hlutirnir eru að gerast í nágrenni Heklu.  Daníel og Ásta Sigurðarbörn eru komin með tvær og hálfa mínútu í forskot á næstu áhöfn, Sigurð Braga og Aðalstein.  Sigurður og Aðalsteinn eru reyndar ekki mikið að hugsa um Daníel og Ástu, slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn snýr meira að Henning og Árna annars vegar og Baldri og Hönnu hins vegar.  Þær áhafnir eru báðar búnar að lenda í vandræðum og eiga á brattann að sækja.  Sigurður og Aðalsteinn þurfa því í raun að halda sínu striki og klára.  Henning og Árni eru búnir að tapa miklum tíma og eru í síðasta sæti meðan Baldur og Hanna eru í fimmta sæti eftir að túrbína bilaði.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Spútnik keppninnar til þessa eru án efa þeir Eyjólfur Melsted og Heimir Snær á heimasmíðuðum Grand Cherokee, mjög öflugur bíll með mjög öflugri áhöfn.  Þeir eru nú í þriðja sæti í keppninni en eru með tvo reynslubolta á eftir sér, þá Marian og Ísak á MMC Evo 8.  Eyjólfur og Heimir leiða jeppaflokkinn og Guðmundur Snorri og Magnús koma næstir, þeir leiða Íslandsmótið en fregnir hafa borist af hugsanlegum kúplingsvandræðum hjá þeim.  Falli þeir úr leik galopnast mótið og þá er vert að horfa á áhöfnina sem nú er í þriðja sæti, Þorkel og Þórarinn á Toyota HiLux.  Þeir eru í öðru sæti, ríkjandi meistarar og sú áhöfn sem aldrei má afskrifa.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Gunnar Karl og Magnús hafa sömuleiðis fundið taktinn og leiða Nýliðaflokkinn eftir jafnan og yfirvegaðan akstur.  Guðni Freyr og Einar sprengdu dekk í morgun og töpuðu tíma og forustunni í leiðinni.  Feðgarnir Magnús og Ragnar eru í þriðja sæti í Nýliðaflokki og virðast vera að sækja í sig veðrið, áttu mjög góðan tíma á Heklu suður.  En auðvitað er langt í land og við spurjum að leikslokum.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
# Áhöfn
Crew
Bíll
Car
Fl
Cl
Tími
Time
Í fyrsta
To first
Í næsta
To next
Refs 1a)
Pen 1a)
Refs 2b)
Pen 2b)
1 2 Daníel / Ásta Subaru Impreza Sti 17 1:05:34   0:10 0:00
2 25 Sigurður Bragi / Aðalsteinn Mitsubishi Lancer Evo7 17 1:08:05 2:31 2:31 0:00 0:00
3 17 Eyjólfur / Heimir Snær Jeep Cherokee 20 1:11:17 5:43 3:12 0:00 0:00
4 11 Marían / Ísak Mitsubishi Lancer EVO 8 17 1:12:32 6:58 1:15 0:00 0:00
5 3 Baldur Arnar / Hanna Rún Subaru Impreza Sti 17 1:13:13 7:39 0:41 0:00 0:00
6 6 Gunnar Karl / Magnús Subaru Impreza 18 1:16:08 10:34 2:55 0:00 0:10
7 4 Guðni Freyr / Einar Subaru Impreza 18 1:16:37 11:03 0:29 0:00 0:10
8 16 Guðmundur Snorri / Magnús Jeep Cherokee 20 1:17:16 11:42 0:39 0:10 0:00
9 14 Magnús / Ragnar Subaru Legacy 18 1:17:51 12:17 0:35 0:00 0:10
10 19 Skafti / Gunnar Subaru Impreza 18 1:18:12 12:38 0:21 0:00 0:20
11 31 Sigurjón Árni / Kristinn Snær Subaru Impreza 18 1:20:32 14:58 2:20 0:10 0:20
12 7 Keli vert / Diddi Toyota Hilux 20 1:20:40 15:06 0:08 0:00 0:00
13 44 Gunnar Freyr / Guðmundur Orri Ford Focus 19 1:20:44 15:10 0:04 0:40 0:00
14 40 Garðar Haukur / Hörður Subaru Impreza 18 1:24:56 19:22 4:12 0:00 0:00
15 30 Þórður Guðni / Snorri Subaru Impreza 18 1:28:09 22:35 3:13 0:00 5:20
16 1 Baldur / Katrín María Subaru Impreza 17 1:28:16 22:42 0:07 10:00 10:00
17 36 Harford / Bull Land Rover Bowler 20 1:31:01 25:27 2:45 0:00 0:00
18 8 Henning / Árni Mitsubishi Lancer Evo6 17 1:35:12 29:38 4:11 0:00 0:00

 

a) Aðrar refsingar — Other penalties
b) Snemma/seint refsingar — Early/late penalties

Leave a Reply