Stígandi lukka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Áhöfn bíls númer 40, þeir Garðar og Hörður keyptu sér bíl viku fyrir keppni og gátu ekki lagt mikla vinnu í undirbúning, bara rétt svo að dytta að bílnum en leiðarskoðun varð alveg útundan.  Þetta sést greinilega þegar tímar á Heklu eru skoðaðir.  Þegar leiðin var ekin í annað sinn héldu þeir sama tíma og í fyrri ferð meðan aðrar áhafnir náðu verri tíma en í fyrri ferð vegna ástands vegarinns.  Þeir eru að ná tökum á bílnum sem er hinn ágætasti, mun betri en Legacy bílinn sem þeir óku fyrr í sumar.

Garðar er flestu akstursíþróttafólki vel kunnur enda hefur hann starfað við keppnishald, verið forseti Landssambandsins og sinnt alskyns störfum fyrir sportið í áratugi.  Sjálfsagt hefur enginn keppandi jafn mikla reynslu og Garðar, þ.e. ef taldar eru keppnir sem starfað eða keppt hefur verið í.

En nú er Garðar kominn undir stýri og óhætt að segja að hann taki sig vel út þar.  motorsport.is vonar að þeir félagar finni sér tíma til að skoða leiðir fyrir haustrallið og sýni klærnar sem skili þeim á verðlaunapall.

Þó Garðar hafi verið þreyttur eftir langan dag var stutt í sposkan svip þegar hann var spurður hvort hann ætti eitthvað inni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s