Bara ef…

Þau Baldur og Katrín María kepptu á sama bíl og Baldur varð meistari á síðustu tvö ár.  Þau fóru vel af stað, þau náðu þriðja og öðrum besta tíma á fyrstu tveimur leiðunum.  En þá hófst saga bilana sem þau hefðu helst viljað vera án.

Er þetta gírolíulykt?

Fyrst byrjaði gírkassinn að leka allhressilega svo þau þurftu að sleppa tveimur ferðum um Kvartmílubrautina og duttu þar með úr leik á fyrsta degi.  Þau komu aftur inn í keppnina á öðrum degi og gekk alveg ljómandi vel þar til hjólaspyrna brotnaði og allir draumar um ásættanlegan árangur fuku út í veður og vind.  Ef ekki væri brosmildin og jafnaðargeð þeirra og þjónustiliðs þeirra væri priringurinn eflaust búinn að gera vart við sig á jarðskjálftamælum.  En, með bros á vör lagaði viðgerðarmógúllinn þeirra bílinn, einmitt hann Einar Þór sem við höfum fjallað um hér. Þau luku keppni aftarlega en náðu mörgum hörku góðum tímum.  Þau eru kanski pínu sneypt en ef fréttaritari þekkir rétt ætti gleðin að vera handan hornsins.  Þetta gengur bara betur næst.

Leave a Reply