Bíddu, er rallið byrjað?

Þeir félagar Marian og Ísak hófu keppnina afar rólega, voru nánast sofandi á fyrsta og öðrum degi.  Það var svo á þriðja degi sem þeir „hrukku“ í gang, eitthvað gerðist og voru þeir allt í einu komnir í hörkuslag um þriðja sætið, slag sem þeir fengu ekki að klára þegar keppinautar þeirra, þeir Eyjólfur og Heimir féllu úr keppni með bilaða vél.  Reyndar voru nokkur atriði sem voru að trufla þá framan af.  Í bílnum var ný fjöðrun sem þeirfti að stilla en þar sem rallarar hafa ekkert æfingasvæði þarf það að gerast í keppni og kostaði það tafir þar sem bíllinn hagaði sér illa framan af.  Einnig var leiðarskoðun ábótavant, en það er léleg afsökun að mati motorsport.is.

En þriðja sætið var þeirra eftir áfallalausan akstur í keppni sem tók mikinn toll, margir féllu úr leik og enn fleiri töfðust vegna bilana.

Leave a Reply