Datt út en kom aftur???

Eflaust velta margir fyrir sér hvernig stendur á því að hér sé fjallað um margar áhafnir sem falla úr keppni en komi svo aftur inn í hana.  Hvernig stendur á því?

Allt á þetta sér einfaldar 0g rökréttar skýringar.  Reglur í RallýReykjavík, og sumum tveggja daga keppnunum hér heima leyfa áhöfn að koma aftur inn í keppnina á ákveðnum tímapunktum.

Keppninni er skipt upp í áfanga, svokallaða leggi.  Fyrsti leggur RR er fyrsti dagur, annar leggur er fyrir hádegi á degi tvö, einn leggur eftir hédegi og sá síðasti er lokadagurinn.

Falli áhöfn úr keppni reiknast refsing á hana miðað við hve mörgum sér- og ferjuleiðium hún sleppir.  Vissulega verður þetta til þess að viðkomandi áhöfn fellur niður um mörg sæti en rallý er ekki bara spurning um líf og dauða, skemmtanagildinu má ekki gleyma.  Það er ömurlegt að falla úr leik a fyrsta degi í þriggja daga keppni með smávægilega bilun og meiga svo ekki halda áfram.

Sama fyrirkomulag er í heimsmeistararallinu, þar á bæ er þetta gert í öðrum tilgangi, til að liðin fái nauðsynlega reynslu og líka það að áhöfn sem er fallin úr keppni, eða allavega búin að fá fullt af refsingum og á sér enga von um sæti á verðlaunapalli, hún er stundum líklegri til að keyra hraðar en aðrir og það eykur skemmtanagildi íþróttarinnar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s