Henning og Árni, bilað bilað búið

RallýReykjavík 2016 verður ekki sú keppni sem þeir Henning Ólafssong og Árni Gunnlaugsson munu segja barnabörnunum frá, nema þá kanski til að kenna þeim að rallý getur verið jafn pirrandi og það er skemmtilegt.

Á fyrsta degi brutu þeir öxul og þurftu að dóla báðar ferðirnar um Kvartmílubrautina, þar tapaðist einhver tími.  Í upphafi annars dags sprungu öryggi fyrir bensíndælu eins og ekkert væri sjálfsagðara, það kostaði þá fálaga mikinn tíma og þá voru þeir í raun út úr allri keppni enda dottnir langt aftur fyrir allt og alla.  Áfram héldu þeir, fulla ferð, aldrei að gefast upp, það er ekki til í orðabókinni þeirra.  Á síðasta degi, á leið um Kaldadal óku þeir framhjá ljósmyndara motorsport.is sem einnig tók millitíma á öllum þar.  Þar voru þeir með langbesta tímann, hörkuakstur og ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir, allt skyldi sótt í von um einhver stig.

En allt kom fyrir ekki, um miðja leiðina fór gírum bifreiðarinnar að fækka og það þekkja þeir sem ekið hafa beinskiptum bíl að gírar eru nauðsynlegt hjálpartæki til að komast áfram.  Án gíra lauk þeirra för uppúr miðjum Kaldadal, vonsviknir og vissu e.t.v ekki hvaðan á þá stóð veðrið.

motorsport.is finnur til með þessum hörku ökumönnum og þjónustuliði þeirra.  Þetta kemur strákar, höfum ekki áhyggjur, þið kunnið hvort eð er ekki að gefast upp (sem eru mjög góðar fréttir).

Leave a Reply