Kanski ekki áfallalaust, en kláruðu samt

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Félagarnir Gunnar Freyr og Guðmundur Orri á Ford Focus áttu annasama daga fyrir keppnina.  Vélin bilaði, gírkassinn vildi ekki vera með og svo þurfti að sjálfsögðu að undirbúa hefðbundna hluti fyrir þriggja daga þolraun.

Fyrsti dagur gekk vel en á öðrum degi festu þir sig á Heklu og töpuðu miklum tíma.  Þeir náðu þó að klára daginn.  Þriðji dagurinn byrjaði ekki vel, á annarri leið gaf hjólnaf sig, legan losnaði og annað afturdekkið fylgdi bara eins og á innkaupakerru.  Ekki hjálpaði til að spyrna hafði brotnað á hinu afturhjólinu svo bíllinn var frekar óstýrlátur.  Eftir langa mæðu komust þeir yfir Kaldadal en þar voru engir varahlutir og ekkert annað að gera nema skrölta í rólegheitum yfir Kaldadal aftur og reyndar Hengil líka.  En svo fengu þeir varahluti og gátu keyrt nokkuð ákveðið þó bíllinn væri reyndar með smá sjálfstætt stýri ennþá.

En í mark skiluðu þeir sér og það ekki átakalaust.  Til hamingju með það Gunnar og Orri, sjáumst í æstu keppni.

Leave a Reply