Lokadagur, allt eða ekkert

Nú er einn dagur eftir af rallinu og Daníel og Ásta eru með fjögurra mínútna forskot.  Sigurður Bragi og Aðalsteinn koma þar á eftir.

Ásta segir þau systkinin vera að keyra hratt og þétt, bara af því það er svo gaman.

Aðalsteinn segir þá félaga vera of langt á eftir til að raunhæft sé að gera árás og reyna að vinna þau.

En þetta útilokar ekki að eitthvað óvænt gerist.

Slagurinn í Nýliða flokki.

Gunnar Karl segist þurfa að halda vel á spilunum og halda fengnum hlut en hann leiðir með 38 sekúndum.  Þar á eftir kemur Guðni Freyr sem segist vera slæmur í að halda fengnum hlut en gangi betur að sækja.  Hann þarf á því að halda núna.  Ekki gekk honum að halda 40 sekúndna forskotinu sem hann vann sér inn í gær en tekst honum að ná forustunni aftur?  Það verður allt lagt undir segir Einar aðstoðarökumaður Guðna.  Misstígi annarhvor þerra sig eru Skafti og Gunnar ekki langt undan tilbúnir til að hirða annað eða jafnvel fyrsta sætið.  Allt getur gerst.

Eyjólfur og Heimir eru 1:18 á undan þeim Marian og Ísak í þriðja sæti yfir heildina.  Marian og Ísak hafa heldur sótt á og þetta forskot er alltof lítið til að Eyjólfur og Heimir geti slegið nokkuð af.

Það er ljóst að lokadagur RallýReykjavík 2016 verður hörkuspennandi.  Leiðin um Kaldadal hefur alltaf verið erfið.  Kantarnir fyrirgefa ekkert og vegurinn sjálfur inniheldur fullt af hvörfum og öðrum raunum sem rallarar eiga í ástar-haturs sambadi við.  Allt er þetta yndislegt þar til allt er í óefni komið, þá blasir annar veruleiki við.  En út á þetta gengur rallý, allt eða ekkert.

Leave a Reply