Með bros á vör á fullri ferð til sigurs

Systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn voru rétt í þessu að tryggja sér sigur í RallýReykjavík 2016.  Sigurinn var afgerandi, þau voru með tæpar átta mínútur í forskot á næstu áhöfn.

Um miðja keppnina var Ásta spurð hvort þau ætluðu sér að halda sama hraða þar sem þau voru þá þegar komin með gott forskot.  Ásta sagðist ekki reikna með að slegið yrði af, þetta væri of skemmtilegt til þess.

Allt gekk eins og smurt,,, nei, það var allt að gerast.  Um miðjan annan dag fóru hlutir að bila í húddinu, allskonar hlutir, stýrisendar, allt gúmmí brann og ólíklegustu hlutir bara grilluðust.  Orsökin var pústpakkning og heitt pústið sem blés út grillaði allt sem var í nágrenninu.  Eftir ótal stýrisendaskipti o.fl kom kærkomið viðgerðarhlé og var allt viðgerðarliðið undir bílnum allr 90 mínúturnar sem í boði voru.  Pústið lagaðist en eitthvað var bíllinn laskaður því fyrir síðustu leið var afl vélarinnar farið að minnka verulega og ólíklegustu bilanir farnar að gera vart við sig er haft eftir áhorfenda.

Fyrir vikið var ekki hægt að aka fulla ferð síðustu leiðirnar en þau töpuðu tveimur sekúndum á þau Baldur og Katrínu á Henglinum, annars hefðu þau verið með besta tíma á öllum leiðum.

En í mark komu þau í langfyrsta sæti og gleðin skein af þeim og þjónustuliðinu þeirra eins og svo oft áður.

motorsport.is óskar þeim til hamingju með sigurinn.

Leave a Reply