Eyjólfur Melsted og Heimir snær sem leiddu jeppaflokkinn og voru í þriðja sæti keppninnar féllu úr leik eftir Kaldadal á síðasta degi keppninnar. Biluð vél, þetta hefur nú heyrst áður en sjaldan hafa vonbrigðin verið jafn mikil. Þeir félagar áttu glæsilega keppni, óku listavel og sýndu takta sem fáheyrt er í jeppaflokki. Marian og Ísak gerðu harða atlögu að þeim á lokadegi keppninnar en þeir voru enn í þriðja sæti þegar vélin gafst upp.
Það er ljóst að hér er komin áhöfn sem vert er að fylgjast með í framtíðinni.