Guðni á öflugri bíl

Guðni Freyr Ómarsson, nýbakaður íslandsmeistari í 4×4 Non Turbo flokki hefur fært sig um set og keppnir á Subaru Impreza Turbo í sprettrallinu.  Munurinn er mikill og má reikna með að Guðni verði með fremstu mönnum, má jafnvel segja hann sigurstranglegann.  Bíllinn sem Guðni keyrir er bíllinn sem systkynin Daníel og Ásta Sigurðarbörn óku áður en þau fóru á hvíta bílinn (sem svo varð fjólublár) sem skilaði þeim Íslandsmeistaratitlinum í ár.

Svo er bara að sjá hvort meira afl skili Guðna aftur á toppinn en hann endaði haustrallið á hvolfi við lok leiðarinnar um Kaldadal.  Við bíðum spennt.12795348_1688314138110428_8699496653691460223_n

Leave a Reply