Hjörtur P Jónsson mætir í sprettinn

Í dag mæta keppendur sem við þekkjum úr keppnum sumarsins en einnig eru nokkur andlit sem við höfum ekki séð eða allavega ekki í langan tíma.  Einn keppandi sker sig úr þegar við tölum um gamla keppendur það er Hjörtur Pálmi Jónsson.  Hjörtur, ásamt Ísak Guðjónssyni, gerði garðinn frægann fyrir og um aldamótin, fyrst á Toyota Corolla Twin Cam en síðast á Toyota Corolla WRC og atti þá kappi við feðgana Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson sem voru stór biti að kyngja.  Það dylst engum að hér fer mjög hraður ökumaður og ljóst að augu allra verða á honum.  Þó er rétt að slá aðeins á væntingarnar þar sem Hjörtur hefur ekkert keppt í hátt í 15 ár og sprettrallið er mjög stutt svo það má kanski frekar líta á það sem „upphitun“.  Við munum ræða við Hjört og birta það viðtal eftir keppnina.

Hjörtur hefur fengist við ýmislegt og látum við fylgja eina mynd af honum svífandi um háloftin á mótorhjóli eins og ekkert sé.

10896876_10205445428483251_1876030599623571331_n

Leave a Reply