Malin Brand hefur gengið til liðs við motorsport.is. Malin hefur mikla reynslu af fréttamennsku og bílaáhuginn er henni í blóð borinn. Þegar haft var samband við hana kom mikill áhugi strax í ljós, enda hefur hún bæði fylgst með akstursíþróttum sem og tekið þátt í þeim.
Keppnistímabilinu 2016 er lokið svo ætla mætti að vefurinn leggðist í dvala, en sú er ekki ætlunin. Á veturna gerast hlutirnir, keppendur endurbæta bílana eða kaupa nýja. Einnig verður persónum gefinn aukinn gaumur á þessum tíma, viðtöl og söguskoðun.
motorsport.is óskar Malin velkomna til starfa og hlakkar til að sjá hvernig framvindur.
Flottur fréttaritari fyrir ykkur