Íslenskt rall í Bíó Paradís

Bragi Þórðarson hefur unnið að gerð heimildarmyndar um Íslenskt rall frá upphafi, semsagt 40 ára saga rallsins.  Afraksturinn var svo sýndur í Bíó Paradís laugardaginn 10 desember við góðar undirtektir.  Rúmlega 170 manns voru á staðnum sem kom skemmtilega á óvart.

Myndin er byggð á viðtölum og ýmsu myndefni úr ýmsum áttum.  Margir fróðleiksmolar litu dagsins ljós og margt spaugilegt flaut með.  Sigurður Bragi Guðmundsson stelur svolítið senuni með „skúbbi“ sem e.t.v. allir þekkja en hefur legið milli lína alla tíð. Þar talar hann um að þó margar íþróttir séu vissulega spennandi þá er rallið eitt af örfáum íþróttum þar sem þú raunverulega óttast um eigið líf. Þó við vitum að slysatíðni sé afar lág í ralli er þetta element vissulega til staðar og það gerir þessa íþrótt einstaka. Sigurður, ásamt fleirum, lýsir því af hverju ökumenn svitna og eru í raun dauðþreyttir eftir hverja sérleið. Það að verða brugðið við að svínað sé fyrir mann í umferðinni má líkja við atvik sem gerast ótt og títt á hverri sérleið. Hjörtur P.Jónsson og Ísak Gudjonsson færa okkur svo sannindin um það að bjór sé nánast óþekkjanlegur ef hann er ekki í „réttu umhverfi“. Ómar Ragnarsson lýsir einvígisástandinu milli hanns og Hafsteins heitins Haukssonar, það voru góðir tímar.  Myndinni er skipt upp í fjóra hluta, hver hluti fjallar um 10 ára tímabil.

Myndin verður væntanlega sett á DVD í vikunni.  Einnig stefnt að því að koma styttri útgáfu á dagskrá RÚV í vetur, það verður verulega stytt útgáfa en myndin er réttir tveir tímar en sjónvarpsútgáfan yrði væntanlega 40 mínútur.

motorsport.is óskar Braga og G7 media til hamingju með myndina.

Leave a Reply