Keppnisskoðun – tékk, leiðarskoðun – tékk

17270857_10154844395357745_902331193_nEftir 9 klukkustunda leiðarskoðun eru þau Danni og Ásta komin í hús.  Þjónustuliðið hefur ekki setið auðum höndum á meðan, fóru með bílinn í keppnisskoðun og eru búnir að setja upp þjónustutjald, eiginlega bílskúr, með rafmagni, lofti og öllum helstu græjum sem prýða þokkalegt bílaverkstæði.

Þau systkin eru að vonast eftir frosti svo vegirnir verði harðari, þannig fá þau meira grip.  Það að aka á ísilögðum vegum er Íslendingum ekki svo framandi, en þegar kemur að því að aka á örmjóum dekkjum þar sem hvert dekk er með jafn marga nagla og öll dekkin undir venjulegum fólksbíl,,, þá kanski verða hlutirnir pínu framandi.  Daníel hefur enga reynslu af því að aka á þessum dekkjum og því er erfitt að spá í spilin fyrirfram.  Ef ósk Ástu um að gripið verði meira en hún reiknar með þá getur allt gerst.  En ef hinsvegar gripið verður minna og möl þekur helming vegarinns þá gætu hlutirnir orðið erfiðir, þá þarf að kunna að spara dekkin og eflaust fleira sem fréttaritara dettur ekki í hug.  Við krossleggjum fingur og vonum það besta.

Þjónustuliðið tók nokkrar myndir og sendi okkur á motorsport.is, myndir af nokkrum þeirra keppenda sem taka þátt í keppninni á morgun.  Einnig einhverjar myndir af bílnum, hafið engar áhyggjur, þetta fólk púslar bílnum saman á nokkrum mínútum þó hann virðist vera spaðrifinn á einhverjum myndanna.

Aðeins um keppnisskoðun.  Keppnisskoðun er annarsvegar öryggisskoðun, þar sem allur öryggisbúnaður bílsins er skoðaður.  Hins vegar er skráning og flokkun bílsins staðfest.  Bíllinn er skráður í S2000 flokk og sem slíkur þarf að hann að vera eins og hann var framleiddur fyrir þann flokk.  Allir hlutir skulu vera eins og þeir voru í upphafi, þ.e. eftir að bílnum var breytt í rallýbíl.

Aðeins um leiðarskoðun.  Hver áhöfn fær að aka hverja sérleið í tvígang á löglegum umferðarhraða eða minna ef keppnisstjórn segir svo.  Í bílnum sem þau aka þá er ökuriti, ef hann gefur til kynna að ekið hafi verið of hratt á áhöfnin yfir höfði sér að vera vikið úr keppni.  Fyrirfram eru keppendur búnir að skoða video af leiðunum og jafnvel búnir að útbúa nótur út frá þeirri skoðun.  Þessar tvær ferðir í leiðarskoðuninni í dag eru svo til að sannreyna þær nótur.

Leave a Reply