Rakastan sinua eða saatana perkele?

Aðspurð um væntingar hafa þau systkin verið fáorð, enda þá stödd á Íslandi og bæði bíllinn og sérleiðarnar á allt annarri breiddargráðu, einmitt í Finnlandi.

En nú þegar þau eru búin að sjá bílinn, sérleiðarnar og undirbúningur búinn þá auðnaðist fréttaritara motorsport.is að kreista eitthvað upp úr Ástu.  „Númer eitt er að klára“, það eitt er háleitt markmið nema til standi að burra í rólegheitum en það hefur þeim Danna og Ástu ekki auðnast ennþá að minnsta kosti, hið gagnstæða hefur alltaf verið uppi á teningnum.  En, markmiðið númer eitt að klára að sögn Ástu.  Þau vonast eftir stígandi lukku, læri á vegina, bílinn, dekkin og allt hitt.  Ef þeim auðnast að halda sínum stað í rásröð verða þau „Over the moon“.  Þau ræsa númer 24.

Í fótboltaleik sem fór fram í vikunni fögnðu margir svo ákaft að jarðskjálftamælar námu það sem jarðskjálfta upp á 1.0 á Richter.  Megi nú guð og gæfan gefa okkur góðan skjálfta.

Það er stutt milli hláturs og gráturs, og ekki minnkar það á ísilögðum vegum fjarlægs lands.  Ásta vonaðist til að lukkudísirnar væru til í bíltúr í hávaðasömum í Skodanum, „Svo er bara spurning hvort við segjum rakastan sinua eða saatana perkele annað kvöld!“ Sagði Ásta og bætti við að Finnskan væri búin að vera þeim erfiður ljár í þúfu, sjálf hafi hún rýnt í kortin í dag og lét nokkur orð fylgja með sem motorsport.is þykir e.t.v. ekki hæft til birtingar.

Meðfylgjandi mynd er af Daníel, Ástu og liðinu þeirra fyrir allnokkrum árum.  Sumir liðfélagar þeirra eru með þeim úti í Finnlandi.  motorsport.is þykir við hæfi að óska eftir svipaðri mynd af þeim í Finnlandi á morgun.

16487036_10155111938388901_9115598688275395738_o
Daníel, Ásta og þjónustulið þeirra.  Mynd Gerða Gunnarsdóttir

Leave a Reply