Að lokinni keppni

motorsport.is ræddi við Daníel Sigursson um TAHKO rallið og þátttöku þeirra systkina í keppninni.  Daníel talaði um að þetta hafi verið mikill skóli.  Fyrstu 2 leiðarnar fóru í að læra á gripið sem er mjög mikið en breytilegt.  Þriðja leiðin átti að ganga út á að sjá hvað þau höfðu lært, keyra hraðar.  Það gekk ekki sem skyldi þar sem hitinn hafði hækkað og ísinn á köflum orðinn krapakenndari.  Nú var allt komið á byrjunarreit, aksturslagið frá fyrstu tveimur leiðunum virkaði ekki og aðstæðaur voru enn að breytast.  Reyndar voru aðstæður að breytast alla keppnina og þau gerðu ekki annað en að upplifa eitthvað nýtt á hverri einustu leið.

17201241_10154487028072525_4793448068102070700_n
Mynd, Danni og Ásta

Bíllinn var frábær, hann er kvikur, léttur, snarpur og hentar Daníel mjög vel þar sem Daníel vill frekar hafa bílana þannig að ökumaðurinn þurfi að keyra með horn og hala.  Sumir bílar eru þannig að hægt er að ná sæmilegum tímum með öruggum akstri, en ekki þessi, ef ekki er tekið almennilega á bílnum þá bara gerist ekki neitt.  Fréttaritari bað Daníel að bera saman Skodann við Mitsubishi Evo X, bíl sem Daníel átti fyrir nokkrum árum.  Tvennt ólíkt en hvorugur betri eða verri.  Endahraðinn er mikið meiri á Evoinum meðan Skodinn er léttari og kvikari.  Skodinn hefur samt nokkur atriði sem Daníel hefur ekki kynnst áður, bíll sem er svo auðvelt að aka í miklum átökum, bíll sem virkar mikið sterkari en aðrir bílar.  Í raun þarf ökumaðurinn að henda öllum varnarorðum og láta vaða á hvað sem er, keyra með horn og hala.

Skoda-Danni
Mynd, Danni og Ásta

Það fór svolítið um þau systkin þegar ljóst var að veruleg töf yrði á síðustu leið.  Það styttist í myrkur og þau voru ekki með kastarana á bílnum, þess átti alls ekki að þurfa.  Sem betur fer varð töfin minni en einhverjir óttuðust og þau komust gegn um síðustu leiðina í birtu en það mátti ekki muna miklu.

17103305_10154165500332257_1893800345310394524_nFréttaritari spurði Daníel um þá sem féllu úr keppni.  Daníel vissi svosem ekki margt um það en benti á að í lista yfir þá sem féllu úr keppni væri margir sem hefði verið vísað úr keppni vegna hraðabrota.  Milli sérleiða eiga bílarnir að aka á löglegum hraða, við fyrstu þrjú brotin eru áminningar og sektir en fjórða brot þýðir brottvísun úr keppni.  Keppandi getur fengið margar áminningar í einu, allir bílarnir eru með GPS búnað og keppnishaldari á auðvelt með að fylgjast með.

Hópurinn
Mynd: Kristján Reynald Hjörleifsson (Stjáni Reyn)

Að lokum sagðist Daníel vera mjög ánægður með liðið sitt, þetta væri úrvalslið og hann hafi verið fullkomlega rólegur yfir hverju sem er, þau græja þetta.  Það skiptir miklu fyrir ökumann sem er að læra allt upp á nýtt í fjarlægu landi að hafa slíkt lið með sér.

Þau luku keppni í 32. sæti og motorsport.is óskar þeim, og liðinu þeirra, til hamingju með það.

Leave a Reply