Ásta, „Erum að fara inn á leið 4“

Mikil hamingja er í herbúðum Danna og Ástu því hlutirnir ganga upp, bíllinn er í lagi, þau á veginum og eru að læra.  Vissulega mikið stress, Ásta hafði t.d. ekki tíma til að segja fréttaritara neitt annað en „Sól og blíða, mikil hamingja, erum að fara inn á leið 4“.

Svo virðist að þau séu komin í 24 sæti eftir 3 leiðir.  Ein og fram hefur komið í fyrri fréttum er 24. sæti markmiðið, jú og vissulega að klára.  Við krossum fingur, það virðist allt vera á réttri leið.

(uppfært kl 12:47) Danni og Ásta eru í 27 sæti þegar 41 af 73 áhöfnum eru búnar með leiðina.

(uppfært kl 12:54) Danni og Ásta eru í 29 sæti þegar 46 af 73 áhöfnum eru búnar með leiðina.

Leave a Reply