Eftir sérleið 2

Tíminn á fyrstu leið gaf þeim systkinum 33ja sæti, á næstu leið voru þau í 31. sæti og nú eru þau í 30. sæti.  Það verður að teljast í takt við væntingar, eða jafnvel meira, að vera í 30 sæti eftir tvær leiðir.  Markmiðið er að klára í 24. sæti en þau ræstu no 24.

Í gærkvöldi talaði Ásta um stígandi lukku og læra á allt saman.  Það er ekki annað að sjá en akkúrat það sé að gerast, svo er bara að vona að bíllinn hangi í lagi og þau hangi á veginum.

Þetta er ekki auðveld keppni og nú þegar eru 2 áhafnir fallnar úr keppni og 6 áhafnir hafa fengið refsingar, allt að 30 mínútur.

SaloJuha Salo og Ottman Jarno á Peugeot 208 T16 R5 leiða keppnina.

TeemuAsunmaa Teemu og Halttunen Jonne á Skoda Fabia R5 eru í öðru sæti.  Sá bíll lítur út eins og bíllinn hjá Danna og Ástu en er samt mikið öflugri, enda búinn túrbínu og alles.  Takið eftir dekkjunum, örmjó og hlaðin nöglum.

Hægt er að fylgjast með tímum í beinni útsendingu á http://www.rallism.fi/content/fi/3/30154/L%C3%A4ht%C3%B6lista.html

Einnig er hægt að fylgjast með þeim á korti, þau eru með GPS tæki sem gefur upp staðsetningu þeirra.  Þau eru númer 24. https://gps.tulospalvelu.fi/gps/13R17/

Leave a Reply