Eftir Sérleið 4

Þau Danni og Ásta eru í 30. sæti eftir fjórar sérleiðir.  Bíllinn er í góðu lagi, dekkin líka.  Þau eru á sömu dekkjunum og þau byrjuðu á og ætla að klára á þeim dekkjum.  Það er dekkjakvóti, þau meiga bara nota 10 dekk við prófanir og keppnina.

Danni segir að þau séu í „safe mode“, allt undir control en bendir á að langstærsti bitinn sé eftir, þetta er rétt að byrja.  Aðspurður sagði Danni að þau hafi ekkert farið útaf en fengið nokkur Úpps augnablik.  En gleðin ræður ríkjum í þeirra herbúðum og þannig ætla þau að hafa það í dag.

Sólin skín og hitastigið er rétt yfir frostmarki svo ísinn á vegunum gæti horfið þar sem hann er hvað minnstur, það er slæmt.  Hitastigið á eftir að hækka lítillega eftir því sem líður á daginn.  Ásta segir að ísinn sé þegar byrjaður að bráðna lítillega, eða allavega orðinn mýkri.

Eftir 4 sérleiðir eru þau í 30. sæti og möguleikinn á að ná 24. sætinu er alveg raunhæfur.  Þau eru 3:39,4 á eftir áhöfninni í fyrsta sæti en það eru margar áhafnir nálægt þeim, bæði undan og á eftir.

9 áhafnir eru innan við mínútu á undan þeim og 17 áhafnir inna við mínútu á eftir þeim svo allt getur gerst.

17238773_10210444061809210_309059831_n
Það var frekar rólegt í servicehlíunu eftir sérleið 4, allt under control.

Leave a Reply