Komin í endamark

Danni og Ásta voru rétt í þessu að skila sér í endamark í TAHKO rallinu í Finnlandi.  Fyrsta markmið þeirra systkina var einmitt að klára.  Næsta markmið var að halda rásstað 24 sæti, hvernig það gekk fáum við ekki að vita fyrr en aðrar áhafnir hafa skilað sér í endamark.

(uppfært 16:41) Nú eru 57 áhafnir komnar í endamark og þau eru í 32. sæti.

motorsport.is óskar þeim systkinum innilega til hamingju með frammistöðuna.

Fréttaritari reiknar með að heyra í þeim systkinum og birta frekari fréttir af því aftir einhverja stund.

Leave a Reply