Kynning á TAHKO rallinu

Óskar Sólmundarson fann ágæta kynningu/video af TAHKO rallinu.  Aðstæður eru sýnilega mjög ólíkar því sem við eigum að venjast í rölum hér heima.  Takið eftir dekkjunum, þau eru örmjó.  En þessi örmjóu dekk grípa óhemjuvel í ísilagða vegi.  Hins vegar ef ísinn bráðnar, eða spólast burt þá tekur möl eða malbik við og þá eyðileggjast dekkin mjög hratt.  Þá þarf að ralla á örmjóum, sléttum dekkjum á ísi lögðum vegum sem er jafn slæmt og það hljómar.  Snjóbakkarnir í köntunum hjálpa ökumönnum við að halda sig inni á veginum, nema ef þeir séu of mjúkir eða innihalda steina eða trjádrumba, hætturnar leynast víða og það er margt sem þarf að læra þegar farið er að keppa við þessar aðstæður.

Videoið má sjá hér.

Leave a Reply