Tölulegar upplýsingar

Ef tímar á hverri leið eru skoðaðir kemur í ljós að þau Daníel og Ásta eru bara með nokkuð stöðuga tíma, þ.e. ef skoðað er í hvaða sæti þau lenda í á hverri leið.  Munurinn á þeirra besta árangri og versta er 7 sæti.

Listinn hér að neðan inniheldur áhafnir sem voru innan við mínútu á undan þeim eða á eftir.  Áhugavert er að sjá að einungis ein þessarra áhafna státar af jafnari árangri, bíll no 65 (Olli Pollari).  Aftasti dálkurinn inniheldur mun á besta og versta árangri.

Það er ekki síður áhugavert að 24. sætið er innan þessarar mínútu, reyndar aðeins 15,1 sekúnda í það sæti.  Þau ræstu no 24 og einn draumurinn var að klára í því sæti.  Ekki fjarri lagi.

Þar sem fréttaritari hefur keppt nokkuð í ralli leyfir hann sér að draga þá ályktun að þessi árangur sé til vitnis um yfirvegðan akstur, engin læti, nánast sunnudagsbíltúr.

Já, það mætti halda að Danni og Ásta eigi helling inni.

Timar

Leave a Reply