Hella 2017 – Götubílaflokkur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum

Fimm keppendur voru skráðir í götubílaflokk á Hellu og mættu þeir allir á ráslínu.  Fyrirfram stóðu miklar væntingar til Steingríms Bjarnasonar á Strumpinum en Steingrímur klúðraði fyrstu braut og braut svo drif um miðja keppnina sem skrifaði endalok hanns þátttöku þann daginn.  Það breytti gangi mála og líklegt er að þetta setji meiri spennu í Íslandsmótið fyrir vikið.  Fyrirfram má ætla að Steingrímur verði framarlega í keppnum sumarsins en þetta atvik setur alla spennuna á hann svo nú er að duga eða drepast.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Steingrímur Bjarnason á Strumpnum hætti keppni um miðbygg keppninnar

Önnur gömul kempa, Ragnar Skúlason fór vel af stað á Kölska, náði langbesta árangri í fyrstu þraut og átti góðu gengi að fagna, var í fyrsta sæti þegar keppnin var hálfnuð.  Þá tók tímabrautin við og óhætt er að fullyrða að akstur Ragnars var betri en flestra í sérútbúna flokknum, glæsilegur akstur alveg þangað til hann velti bílnum nálægt endahliðinu.  Það voru stór mistök sem höfðu af honum sigurinn.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Ragnar Skúlason leiddi keppnina lengst af

Framan af keppninni háði Haukur „Þeytingur“ Birgisson á Þeytingi baráttu við Eðvald Orra Guðmundsson á Pjakknum.  Eðvald Orri sigldi framúr Hauki í þriðju braut og leit aldrei um öxl, náði bestum tíma í tímabrautinni, leiddi keppnina eftir veltuna hjá Ragnari og stefndi á sigur.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Ragnar Skúlason, oltinn í tímabrautinni, hér tapaðist keppnin fyrst

En Hellutorfæran hefur oft skartað því óvænta, framhaldið var þar engin undantekning.

Þegar tvær brautir voru eftir var Steingrímur hættur keppni og staðan eftirfarandi.

Eðvald Orri Guðmundsson – Pjakkurinn 1020
Ragnar  Skúlason – Kölski 855
Haukur Birgisson – Þeytingur 595
Steingrímur  Bjarnason – Strumpurinn 560
Sveinbjörn  Reynisson – Bazooka 125

Eftir voru áin og mýrin, ef einhverntíman, eitthvað getur klikkað þá eru það þessar tvær þrautir.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Eðvald Orri stopp í ánni og henti fyrsta sætinu frá sér til Ragnars Skúlasonar

Nú fóru hlutirnir að gerast og Eðvald Orri klúðraði ánni gersamlega, fékk aðeins 152 stig móti 350 stigum Ragnars sem var þar með kominn með 33ja stiga forskot.  En þau 33 stig fóru fyrir lítið þegar Ragnar fór út úr braut í tímabraut og náði aðeins 15 stigum móti 220 stigum sem Eðvald Orri náði og tryggði sér þar með sigur í Hellutorfærunni.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Haukur Birgisson á Þeytingi skilaði sér vel áfram í ánni

Haukur skilaði sér vel áfram í ánni en fór ekki langt í Mýrinni, átti annars ágætan dag og hafnaði í þriðja sæti.  Sveinbjörn Reynisson á Bazooka átti hins vegar ekki góðan dag, bíllinn sem er nýsmíði skilaði litlu afli og hann gerði ekki atlögu að mýrinni.  Koma tímar, koma ráð, Sveinbjörn á örugglega eftir að mæta tvíefldur með bílinn í lagi í Stapafell sem er næsta keppni.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Sigurvegari dagsins, Eðvald Orri á Pjakknum

Leave a Reply