Hekla 1, fréttir af miðri leið.

Fréttaritari komst í samband við tökumann mótorsport þáttanna sem staddur er inni á miðri leið.  Að hanns sögn er…

Óskar og Halldóra voru að tapa tíma, eitthvað að.  Sömu sögu er að segja um Kára og Svavar, afturfjöðrun greinilega í ólagi.  Skafti og Gunnar voru líka í vandræðum, þar vantaði þriðja gír og það hefur mikil áhrif.

Garðar og Hörður voru hins vegar í góðum gír, á góðum hraða með fínan tíma og virtust vera „spútnikarnir“ á þessari leið.

Minna skemmtilegar fréttir eru úr herbúðum Baldurs og Hjalta, gangtruflanir sem hrjáðu þá í gær eru enn að trufla og bíllinn gengur bara á þremur cylendrum, þeir voru að tapa miklum tíma.

Forustuslagurinn,,, Eyjólfur og Heimir eru nokkrum sekúndum betri en Gunnar Karl og Ísak, óljóst hvort Sigurður Bragi og Magnús séu að tapa eða vinna hálfa mínútu en nokkrar áhafnir ræstu „aukamínútu“ síðar til að minnka hættuna á að lenda í næsta bíl á undan.  Svipaða sögu er að segja um Jón Bjarna og Sæmund, þeir voru á miklum hraða en tíminn í endamarki verður að segja til um árangurinn.

Meira síðar….

Leave a Reply