Eyjólfur og Heimir unnu Rallý Reykjavík

21124394_10213580339491298_146308888_nRallý Reykjavík var að ljúka rétt í þessu.  Þeir félagar Eyjólfur Melsteð og Heimir Snær Jónsson á Jeep Grand Cherokee fóru með sigur af hólmi.  Fréttaritara telst til að þetta sé í fyrsta sinn sem jeppi vinnur Rallý Reykjavík.  Þeir óku hratt en jafnt, engin áföll og engar meiriháttar bilanir.  Fyrst og fremst óku þeir þó hratt, þeir þurftu á því að halda því þeir voru alls ekki að sigla auðan sjó, nóg var af keppendum sem ætluðu sér sigur.

Í öðru sæti komu Fylkir Jónsson og Anton Ingvason á Subaru.  Þeir leiða nú Íslandsmótið eftir jafnan akstur og þurfna nánast einungis að klára haustrallið til að landa titli, en þetta er ekki búið.21147078_10213580337211241_253155995_o

Í þriðja sæti komu Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Guðjónsson, sömuleiðis á Subaru.  Þeir sprengdu dekk á Heklu á öðrum degi og þar fóru sigurvonir þeirra.  Þeir töpuðu 3 mínútum á að skipta um dekk og enduðu 2:28 á eftir fyrsta sæti, sannarlega svekkjandi.

Aðrir keppendur sem þóttu líklegir til sigur voru þá helst þeir Jón Bjarni og Sæmundur á MMC og síðan á Subaru má nefna Baldur Arnar og Hjalta.  Jón Bjarni og Sæmundur fóru útaf á fyrstu leið rallsins og féllu úr leik en komu aftur ilt leiks með miklar refsingar.  Baldur og Hjalti voru með bilaðan bíl mest alla keppnina og áttu sér aldrei viðreisnar von.  Samt eiga þessar áhafnir báðar möguleika á titli og það verður spennandi að fylgjast með haustrallinu.

Leave a Reply