Lokaspretturinn nálgast

Þeir Eyjólfur og Heimir náðu flottum tíma upp Tröllháls – Kaldadal, tóku c50 sekúndur af þeim Fylki og Antoni sem eru í öðru sæti.  Gunnar Karl og Ísak sem verma þriðja sætið tóku 20 sekúndur af þeim Fylki og Antoni sem þurfa ekkert að verjast neitt sérstaklega en bilið milli þessara áhafna er núna 1:42 og vissulega geta Gunnar og Ísak náð öðrum 20 sekúndum aftur niður Kaldadal og öðrum 6 sekúndum á seinni ferð um Hengil.  Þá væri munurinn orðinn 1:16 sem er hæpið að Gunnar vinni af Fylki á síðustu leið sem er Djúpavatn, en ekkert er ómögulegt og í ralli getur allt gerst.

Ragnar Bjarni og Emelía halda öruggri forustu í AB varahlutaflokknum, þau eru 1:45 á undan feðgunum Magnúsi og Ragnari og 4:27 á eftir þeim koma Þórður og Elvar.

Bíllinn hjá Baldri Arnari og Hjalta virðist vera kominn í lag en þeir eiga langt í land, eru í 10 sæti og ætla sér ábyggilega öll stigin á ofurleiðinni sem er Djúpavatn.

Leave a Reply