Suðurnesjarall

Vorboði íslenskra rallara er Suðurnesjarallið, keppni sem fer fram á Suðurnesjum og inniheldur bæði innanbæjar leiðir sem og hefðbundnar og þekktar keppnisleiðir.

Tímamaster

Þeir Baldur Arnar og Hjalti unnu þessa keppni í fyrra og ætla sér eflaust sömu hluti í ár en búast má við harðari keppni í ár þar sem margar áhafnir hafa meldað sig óformlega til keppni.

Bæði jeppa- og Eindrifsflokkur munu verða áberandi en hvorugur þessarra flokka taldi til Íslandsmeistara í fyrra þar sem keppendur vantaði.  Þeir Rúnar L. Ólafsson og Hjörtur P. Jónsson hafa keypt 40 ára gamla Escort bíla sem voru mjög áberandi í rallinu fyrir löngu síðan en eru nú nánast orðnir safngripir.  Báðir þessarra bíla líta út eins og nýjir og eru þar að auki mjög vel útbúnir.  Það verður mjög skemmtilegt að fylgjast með þessum gömlu kempum á ný en hvorugur þeirra hefur keppt í mörg ár.

Sérleiðin um höfnina í Reykjanesbæ hefur unnið sér sterkan sess bæði hjá keppendum sem og áhorfendum sem hafa fjölmennt á áhorfenda“pallana“ fyrir ofan höfnina í mörg ár, enda mikil skemmtun að fylgjast með bílunum geysast um hafnarsvæðið.

Þó aðalkeppnin fari flaust fram á leiðunum um Djúpavatn á laugardeginum má ekki horfa fram hjá þeim leiðum sem eknar eru á föstudagskvöldið.  Ökugerði-Stapafell er nógu löng leið til að skipta máli og fyrsta leiðin um Nikkel svæðið er leið sem hægt er að tapa rallinu á ef lukkudísirnar svíkja eða líta undan.

motorsport.is mun kynna keppnina sem og keppendur betur þegar nær dregur.  Takið föstudagskvöldið 25. Maí frá og verið komin á höfnina í Keflavík fyrir klukkan átta.

Leave a Reply