Sindra torfæran

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í torfæru fer fram á Hellu laugardaginn 12. Maí og hefst klukkan ellefu.

Keppendaflóran er með besta móti, 21 keppandi er skráður og nokkrar „gamlar kempur“ prýða ráslistann.

Árni Kópsson er flestum kunnur enda hefur sjálfsagt enginn breytt torfærunni eins mikið og Árni þegar hann smíðaði Heimasætuna fyrir þó nokkrum áratugum.  Ferill Árna spannaði mörg ár og innihélt marga titla og enn fleiri sigra.  Árni mætti til keppni fyrir rúmu ári en sakir bilana fengum við ekki sjá hvað í honum býr, vonandi er sá tími kominn.

Gísli G. Jónsson er eitt þessara nafna sem kemur upp í huga flestra þegar talað er um torfæruna.  Gísli dró sig í hlé fyrir þó nokkrum árum en hefur engu gleymt, það sýndi hann þegar hann mætti síðast til keppni síðastliðið haust í Ameríku keppninni.  Þar sýndi Gísli hvað í honum bjó svo hann telst til alls líklegur um helgina.  Segja má að Gísli sé í guðatölu og e.t.v. á akstur á vatni sinn þátt í að hafa skapað þann orðstý sem þessum sigursæla ökumanni fylgir.

Hellutorfæran hefur lengi verið í sérflokki.  Þetta er sú keppni sem hvað auðveldast er að horfa á enda fer fyrri hlutinn fram í gili þar sem áhorfendur eru á annrri hliðinni en keppnin fer fram á hinni hliðinni.  Seinni hluti keppninnar er áin.  Áin ásamt mýrinni er einstök upplifun að horfa á.  Andstætt lögmálunum geta bílar ekið á vatni, þó ekki allir og það gerir keppnina enn meira spennandi.  Mýrin, sem alltaf er síðasta þrautin er mikill drulluslagur, þar berjast hestöflin við níðþunga og óvægna drulluna með tilþrifum sem hafa hrifið áhorfendur í áratugi.

Það þarf engan Nostradamus til að spá fjörugri og skemmtilegri keppni á laugardaginn.  Hellutorfæran er skemmtun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Keppendur eru sem fyr rsegir 24 og hér má sjá keppendalistann sem birtur er á skráningarsíðu Aksturíþróttasambandsins, AKÍS. http://skraning.akis.is/keppni/116

Nafn Félag Flokkur
Daníel G. Ingimundarson Torfæruklúbbur Suðurlands Sérútbúnir – Unlimited
Guðmundur Elíasson Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar Sérútbúnir – Unlimited
Haukur Viðar Einarsson Torfæruklúbbur Suðurlands Sérútbúnir – Unlimited
Steingrímur Bjarnason Torfæruklúbbur Suðurlands Götubílar – Street Legal
Fjölnir Guðmannsson Bílaklúbbur Akureyrar Sérútbúnir – Unlimited
Haukur Birgisson Stimpill Akstursíþróttafélag Götubílar – Street Legal
Magnús Sigurðsson Torfæruklúbbur Suðurlands Sérútbúnir – Unlimited
Svanur Örn Tómasson Torfæruklúbbur Suðurlands Sérútbúnir – Unlimited
Ingólfur Guðvarðarson Torfæruklúbbur Suðurlands Sérútbúnir – Unlimited
Atli Jamil Ásgeirsson Torfæruklúbbur Suðurlands Sérútbúnir – Unlimited
Gestur J. Ingólfsson Bílaklúbbur Akureyrar Sérútbúnir – Unlimited
Kristjan Finnur Sæmundsson Torfæruklúbbur Suðurlands Sérútbúnir – Unlimited
Páll Jónsson Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar Sérútbúnir – Unlimited
Eðvald Orri Guðmundsson Torfæruklúbbur Suðurlands Götubílar – Street Legal
Geir Evert Grìmsson Torfæruklúbbur Suðurlands Sérútbúnir – Unlimited
Þór Þormar Pálsson Bílaklúbbur Akureyrar Sérútbúnir – Unlimited
Birgir Sigurðsson Akstursíþróttanefnd Heklu Sérútbúnir – Unlimited
Ívar Guðmundsson Torfæruklúbbur Suðurlands Götubílar – Street Legal
Ásmundur Ingjaldsson Akstursíþróttanefnd Heklu Sérútbúnir – Unlimited
Árni Kópsson Akstursíþróttanefnd Heklu Sérútbúnir – Unlimited
Gísli G Jónsson Akstursíþróttanefnd Heklu Sérútbúnir – Unlimited

Leave a Reply