Baráttan í breyttum götubílaflokki

„Meiri kraftur, meira fjör, meira rugl,“ sagði Bessi, þulur torfærukeppninnar um götubílaflokkinn sem er að taka stakkaskiptum með breyttum reglum. Nú mega keppendur nota nítró sem er mikill munur frá því sem var.

_MG_2401
Þrátt fyrir að sumar brautirnar hafi verið í erfiðari kantinum tókst keppendum að hala inn stigum en refsingarnar voru alla jafna miklar. Í fyrstu þraut sló Eðvard Orri taktinn með 120 stig samtals en aðrir voru ekki langt undan.

_MG_1986

Haukur Birgisson svaraði hraustlega í annarri þraut þar sem aðrir festu sig eða kútultu, hann fór langsamlega lengst og tók forystuna. Eðvarð fékk flest stig í þriðju þraut og skaust aftur í fyrsta sætið og Steingrímur Bjarnason í annað sætið með flottum akstri en Ívar á Kölska rakaði inn refsistigum og Haukur á Þeytingi fór stutt. Steingrímur á Strumpnum átti svo langbesta tímann í fjórðu þraut sem var tímabraut og tók þannig forystu í keppninni, forystu sem fékk ekki að endast. Slakur árangur í næstu tímabraut og enn slakari árangur í Mýrinni skilaði Steingrími rakleitt á botninn og fjórða sætið var hans.  Steingrímur átti góða möguleika á sigri, hafði verið í öðru sæti ásamt Ívari lengst af en hik í ánni ásamt því að klára ekki Mýrina dugði til að eyðileggja keppnina fyrir honum.

_MG_2396Ívar gerði enga merkilega hluti framan af og var bara „ekki með hausinn í lagi“ að eigin sögn. En eftir stórkostleg mistök í þriðju þraut og slakan tíma í þeirri fjórðu snerist eitthvað við, spark í afturendann var kannski það sem vantaði og Ívar var kominn í gang en aðeins of seint. Annað sætið beið Ívars sem var þrátt fyrir allt bara sáttur við daginn. „Stefnum ótrauðir á titil,“ sagði hann við fréttaritara motorsport.is. Það kemur í ljós hvort hann hafi ryðgað eitthvað en hann lánaði bílinn í fyrra og þarf kannski aðeins að finna taktinn aftur. Haukur á Þeytingi náði alls ekki að halda þeim dampi sem hann náði í fyrri hluta keppninnar, úr fyrsta sætinu lá leiðin í það síðasta og einungis mistök Steingríms í Mýrinni gáfu Hauki þriðja sætið.

_MG_1989

Þórður Bragason

Myndir Malín Brand

Leave a Reply