Baráttan við Kölska

Eðvald Orri á Pjakknum stóð uppi sem sigurvegari Hellutorfærunnar eftir harða keppni við Ívar á Kölska sem var helsti keppinauturinn þó aðrir hafi einnig blandað sér í toppslaginn af og til.  Steingrímur á Strumpnum var lengi vel líklegur en slakur tími í ánni og það að klára ekki Mýrina skilaði honum rakleitt í síðasta sæti.

_MG_2384

Eðvald velti bílnum illa í annarri braut eftir að hafa brotið niður barð sem hjálpaði þeim keppendum sem á eftir komu. Ekki einasta að hann klúðraði slatta af stigum heldur brotnaði mælir fyrir stýrisganginn og því var bíllinn stýrislaus og enga varahluti að hafa. Vaskt þjónustulið náði að stöðva lekann og keppnin hélt áfram. Eitthvað klikkaði vélin í lok keppninnar og Eðvald kláraði með sjö strokka þar sem einn hafði tekið sér ótímabært frí. Það kom þó ekki að sök og sigur vannst.

_MG_2020
Eðvald var ekki í vafa um að hann yrði Íslandsmeistari. „Það er klárt“, sagði hann aðspurður og var greinilega ekki í nokkrum vafa. Við bíðum og sjáum hvernig það fer.

Þórður Bragason

Myndir: Malín Brand

Leave a Reply