Svona á að skipuleggja keppni

Rallýkeppnir hafa verið með ýmsu móti gegnum tíðina, sumar flottar meðan aðrar hefðu þolað betri undirbúning og skipulag.

Daníel og Ásta Sigurðarbörn

Hamingjurallið á Hólmavík var eitt af þessum röllum sem ber af hvað skipulag varðar, allt var til fyrirmyndar. Skipuleggjendur keppninnar, þau Daníel og Ásta Sigurðarbörn hafa keppt margoft erlendis og því séð keppnisskipulag sem í sumum tilfellum er okkur hér heima framandi. Smáatriðin verða stundum áberandi og það leyndist engum að þau höfðu lagt mikla vinnu í þau öll.  Eitt gerðu þau sem við höfum ekki séð hér heima; hættumerkingar sérleiða. Þetta eru engin geimvísindi, bara litlar örvar eða aðvörunarþríhyrningar sem sett eru í kant vegarins sem keppt er á. Þessar merkingar koma ekki í stað leiðarlýsingarinnar sem aðstoðarökumaðurinn les fyrir ökumanninn, þær hins vegar skipta sköpum ef eitthvað klikkar í lestrinum eða álíka. Upplýsingaflæði keppnisstjórnar til keppenda þótti líka með því besta sem sést hefur og vakti mikla hrifningu.

 

Myndir: Ásta Sigurðardóttir

Leave a Reply