Jómfrúarsigurinn

Haukur Viðar Einarsson vann sinn fyrsta sigur í torfæru í dag.  Í gær kastaði Haukur sigrinum frá sér stax í fyrstu þraut þegar hann tapaði 180 stigum á helstu keppinauta sína og endaði keppnina 130 stigum frá fyrsta sæti.

Í dag gekk allt upp, Haukur gerði engin mistök sem teljandi voru og vann verðskuldaðan sigur.  Hann var reyndar ekkert að sigra heiminn í fyrstu þraut, var 6. eftir hana en náði forustu í næstu þraut, forustu sem hann lét aldrei af hendi.

Það hefur gengið á ýmsu hjá Hauki eftir að hann kom með nýja bílinn, það var alltaf ljóst að hann gæti unnið keppni en ýmist voru lukkudísirnar fjarri eða einhver mistök sem brutu vonir. En í dag kom langþráður sigur og motorsport.is óskar Hauki og hans fólki til hamingju með sigurinn.

Texti: Þórður Bragason
Myndir: Malín Brand

Leave a Reply