Rallý Reykjavík – dagur 1

Óhætt er að segja að Rallý Reykjavík 2018 fari af stað með látum og áhorfendur fengu mikið fyrir sinn snúð í dag.

Daníel og Erika Eva á Skoda tóku forystu á fyrstu leið og eru ekki líkleg til að láta hana af hendi.  Ragnar Bjarni og Bragi Snær eru í öðru sæti, rúmlega einni og hálfri mínútu eftir fyrsta sætinu. Það er frekar mikið eftir ekki fleiri kílómetra og sýnir að hraðinn á Daníel og Eriku er verulega mikill.  Baldur Arnar og Heimir Snær verma þriðja sætið, aðeins 15 sekúndum frá öðru sætinu.

Slagurinn í AB varahlutaflokknum hefur verið harður í allt sumar.  Skafti og Gunnar leiða flokkinn, hafa 24 sekúndur í forskot á næstu áhöfn sem eru þau Óskar Kristófer og Halldóra Rut. Þau hafa einungis litlar 6 sekúndur í forskot á Jósef Heimi og Hjalta Snæ.

En rallið er rétt að byrja, á morgun verða eknar leiðir á Snæfellsnesi og mikil raun bíður keppenda á laugardaginn þegar Skjaldbreiðarvegur verður ekinn fram og til baka.  Sú leið er rúmir 40 kílómetrar í hvora átt, gróf á köflum og erfitt að staðsetja sig.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í keppninni á http://www.mmi.is/rallytimes/?RRComp=64&RRAction=9

Smellið til að sjá allar myndir stórar!

Texti: Þórður Bragason
Myndir: Malín Brand

Leave a Reply