Hellutorfæran – götubílar

Fjórir keppendur voru skráðir til leiks í götubílaflokki. Steingrímur Bjarnason þótti líklegastur til sigurs og leiddi lengi vel.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Hér er Jakob Nielsen að sýna öðrum keppendum hvernig þetta er gert

Það var þó Jakob Nielsen Kristjánsson sem tók forystuna í fyrstu braut þegar hann fór einn upp og lagði línurnar fyrir aðra keppendur. Steingrímur tók þá forystu til baka í næstu braut og hélt henni allt þar til komið var í ána. Þar klikkaði eitthvað hjá Steingrími meðan Óskar Jónsson á nýsmíðuðum bíl hirti forystuna og hélt henni til enda.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Óskar Jónsson kom, sá og sigraði

Óskar stóð sig einfaldlega best í ánni og í mýrinni. Þannig náði hann forystunni af Steingrími og hampaði sigri að keppni lokinni.

Jakob Nielsen sýndi frábær tilþrif í fyrstu braut þegar hann fór einn alla leið. Reyndar var það svo að keppendum leist ekkert á lokabarðið í fyrstu braut, töldu það ófært.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Hulk var eitthvað til ófriðs á laugardaginn, gengur betur næst

Jakob Pálsson á Hulk átti ekki góðan dag. Missti af fyrstu braut og er motorsport.is ekki kunnugt um ástæðu þess en eflaust einhver bilun í bílnum. Gengur betur næst skulum við vona.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Þetta er ekki gleðisvipurinn hans Steingríms Bjarnasonar

Steingrímur Bjarnason var að vonum svekktur. Keppnin fór vel af stað og allt stefndi í sigur en nokkur smá mistök geta skilið á milli þess sem verðskuldar sigur og þess sem gerir það ekki. Þannig er það.

Texti: Þórður Bragason
Myndir og myndvinnsla: Þórður Bragason og Malín Brand

Leave a Reply