WRC Þýskaland – Upphitun

Ogier efstur í upphitun í Þýskalandi

Þýskalandsrallið, tíunda umferð heimsmeistaramótsins, fer fram um helgina. Ott Tanak leiðir mótið á sínum Toyota Yaris en Eistlendingurinn var alls ráðandi í Þýskalandi á síðasta ári.

Þar töldu flestir að Toyota vélin hafi verið lykilatriðið. Þýsku malbiksvegirnir eru mjög hæðóttir skiptir afl því höfuðmáli, sérstaklega þar sem gripið er mikið og ferðinni heitið upp á við.

Tanak hefur 22 stiga forskot á sexfalda heimsmeistarann Sebastien Ogier, þar á eftir kemur Thierry Neuville, aðeins þremur stigum á eftir Frakkanum.

Á þessum tíma í fyrra leiddi Neuville mótið, hann treystir því á góð úrslit um helgina til að halda titilvonum sínum á lífi. Belginn hefur endað annar til heimsmeistara síðastliðin þrjú ár.

Citroen gæti komið sterkt inn

Öll augu beinast að Tanak, sem virðist vera algjörlega óstöðvandi svo lengi sem Yarisinn hangir í lagi og loft sé í dekkjunum. Það var þó malbikssérfræðingurinn Sebastien Ogier á Citroen sem var hraðastur á upphitunarleiðinni fyrir rallið.

Citroen hefur verið í vandræðum á malbiki það sem af er ári. Ökumenn hafa kvartað yfir að jafnvægi vantar í bílanna en þau vandamál virðast úr sögunni ef horft er á upphitunarleiðinni í Þýskalandi, liðsfélagi Ogier, Esapekka Lappi, náði þriðja besta tíma.

Rallið hefst í kvöld með fimm kílómetra áhorfendaleið. Alvaran byrjar svo strax á föstudagsmorgun er ekin verður tæplega 20 kílómetra sérleið.

Laugardagurinn er lengsti og mest krefjandi dagur rallsins, þar sem tvær ferðir um hina 40 kílómetra löngu Panzerplatte leið verða eknar. Að venju klárast rallið með ofurleiðinni um hádegisbil á sunnudag. Hægt er að fylgjast með öllum sérleiðum í þráðbeinni með áskrift af WRC All Live.

Bragi Þórðarson

Leave a Reply