Tyrkneska rallið um helgina

 

Tyrkneska rallið verður að teljast eitt allra mest krefjandi rall í heimsmeistaramótinu en keppnin er sú ellefta af fjórtán og fer fram um helgina.

Ott Tanak er með öruggt forskot í heimsmeistaramótinu fyrir rallið en það getur allt gerst í Tyrklandi. ,,Vegirnir eru mjög grófir og snýst þetta því meira um að lifa af frekar en að vera sá hraðasti’’ sagði Tanak fyrir keppni.

Það stefnir í hörkuslag um titil bílasmiða í ár en aðeins átta stig skilja að Toyota og Hyundai í mótinu þar sem Hyundai leiðir.

Á upphitunarleiðinni var það Kris Meeke sem ók hraðast á sínum Yaris en þar á eftir komu Hyundai ökumennirnir Andreas Mikkelsen og Thierry Neuville.

Eins og venjulega hefst rallið á fimmtudegi með einni stuttri áhorfendaleið og líkur með ofurleiðinni á sunnudaginn.

Alls verða eknar 17 sérleiðir sem allar eru mjög grófar. Ökumenn kvörtuðu mikið yfir steinunum í fyrra og er alveg ljóst að allt getur gerst í Tyrklandi um helgina.

Bragi Þórðarson

Leave a Reply