Rallytimes

Í mörg ár hafa allir tímar allra rallýkeppna verið skráðir á vefsvæði sem heitir Rallytimes.

Tryggvi Þórðarson setti Rallytimes á laggirnar fyrir mörgum árum, nánar tiltekið árið 2006. Fyrstu árin voru bara RallyReykjavik keppnirnar skráðar inn í kerfið en þegar fram liðu stundir voru fleiri keppnir skráðar þar.

Síðustu árin hefur vefurinn verið ómissandi enda hafa tímar verið skráðir um leið og þeir berast svo hægt hefur verið að fylgjast með keppnum nánast „í beinni“.

motorsport.is hefur nú tekið við gagnagrunninum sem Tryggvi útbjó á sínum tíma. Hugmyndin er að breyta birtingarforminu lítillega og skoða hvort upplýsingarnar bjóði upp á einhverja frekari möguleika.

Við stefnum á að Rallytimes grunnurinn verði orðinn hluti af motorsport.is í vetur og vonandi verða lesendur okkar ánægðir með framtakið.

motorsport.is langar að þakka Tryggva Þórðarsyni fyrir framtakið að hafa komið þessari merku upplýsingasöfnun á laggirnar.

Þórður Bragason

Leave a Reply