Hyundai meistarar í fyrsta sinn

WRC-Logo

Síðasta umferð heimsmeistaramótsins í ralli átti að fara fram í Ástralíu um helgina. Því miður var keppninni aflýst sökum þeirra gríðarlegu skógarelda sem eru á svæðinu.

Fyrir síðustu umferðina var hörkuslagur um titil bílaframleiðenda milli Hyundai og Toyota. Kóreska liðið hafði 18 stiga forskot og tryggði sér því titilinn um leið og ljóst var að ekki væri hægt að keppa um helgina.

Titillinn er sá fyrsti hjá Hyundai en liðið hefur verið að keppa í WRC síðan 2014 auk þess að keppa tvö tímabil um aldarmótin.

Mikið slúður hefur verið um ökumannsmarkaðinn í WRC og er ljóst að margir ökuþórar munu skipta um lið fyrir næsta tímabil. Við hjá motorsport.is verðum að sjálfsögðu með puttann á púlsinum um leið og fréttir berast.

Bragi Þórðarson

Leave a Reply