Isavia Torfæran í beinni!

Isavia torfæran verður í beinni útsendingu frá Egilsstöðum laugardaginn 3. Júlí. Útsending hefst klukkan 11:00 og keppnin klukkan 13:00.

Egilsstaðartorfæran er ávalt sú tilþrifamesta ár hvert og munu Bragi og Bessi fylgja áhorfendum í gegnum allan hasarinn!

Hér er hægt að tryggja sér aðgang að streyminu: https://www.skjaskot.is/egs

Miðasalan hefur verið einfölduð talsvert frá því á Hellu, nú ýtir þú á hlekkinn, skráir þig inn (t.d. með Facebook eða Google) og þar sérðu tvo spilara. Tveggja tíma upphitunin er frí en til þess að geta horft á keppnina sem byrjar klukkan 13:00 laugardaginn 3. Júlí þarf að borga 2500 kr með því að smella á ‘’Buy ISK 2.500’’.

Leave a Reply